Wednesday, April 19, 2006

Wello hello there!

Var á fundi í gær þar sem hver malaði í kapp við annann! það kom svo sem ekkert út úr þessum fundi nema reykingabannið sem mun ganga í garð fyrr eða síðar sem er svo sem ágætt!
En þannig er það að maður stelst stundum út og kemur svo aftur inn eftir innan við 5 mín. og er vanalega svo uppfullur af samviskubiti að maður fer vanalega að gera e-ð af viti þótt að maður setjist einstaka sinnum niður yfir kaffibolla þar sem hinar sitja sem fastast. En oft fer ég nú að reyna að gera e-ð af viti þarna! Reyndar kom mjög góður punktur frá tengdó í gær og það er þetta með blessuðu gemsana sem enginn getur skilið við sig, er smsað og svarað á óliklegustu stöðum, á ólíklegustu tímum við ólíklegustu aðstæður sem er allt annað en gott mál, ekki er maður svælandi innandyra 24/7!
Ég hefði viljað sjá betri umræðu um það sem miður fer í vinnubrögðum starfsfólks frekar en þetta endalausa reykingatuð (eru allir að breytast í þorgrím þráinsson eða hvað?) því að ég veit af gamalli reynslu að það verður engin breyting á þeim málum frekar en fyrri daginn!
Skýjabólstrarnir munu hverfa að lokum en gemsar, skottúrar, og léleg vinnubrögð og umgengni mun kannski batna í mesta lagi 1 mánuð áður en allt verður fallið aftur í sama horf!
Over and out!

No comments:

Post a Comment