Friday, August 24, 2007

Hello ladies!
Ég hef verið að velta fyrir mér geðbiluninni hér í denn! Það hefur svo margt breyst , ég er bráðum búin að vera með BG í 4 ár, ég á 2 dætur sem eru alveg dásamlegar, ég bý enn í Edelstein og við erum hægt og rólega að færa hann í fyrra horf, ég á aðra vini núna en þá og núna þoli ég ekki Rikkítikkí!

Já þetta er allt spurning um aðlögunartíma, það er ekkert skrítið að þegar 23 ára kona flytur úr höfuðborgini á Rokkeyri sem er álíka stór og blokkin sem hún bjó í, að það sé þvílík breyting. Þetta er allt annað umhverfi, fólk hagar sér öðruvísi, maður þekkir sama og engan og það er fátt hægt að gera sér til dægrastyttingar annað en að sortera í skúffur og skápa. Maður hleypur ekkert í búðarráp eða skýst á kaffihús, sérstaklega þegar maður kann ekki að keyra bíl eins og ég. Þunglyndið og síðar fæðingarþunglyndið hellast yfir og það var ekki mikið um stuðninginn! Það fór auðvitað allt í klessu og ég fór að búa ein. Ég var farin að vinna og þekkti fleira fólk og fékk að fljóta með góðu fólki í verzlunarferðir upp á Selfoss, því hálfvitarnir í kaupás voru búnir að loka kaupfélaginu hérna, þetta ágæta fólk er nú tengdafamelían mín. Ég hafði ótrúlega gott af þessu og þar af leiðir að ég vil hvergi annars staðar vera en einmitt hér.
Ó já þetta er allt spurning um aðlögun og að geta vanið sig af fyrra lífsmunstri, ég labbaði niður Laugavegin í sumar og gera það varla einu sinni á ári, ég hef ekki farið á kaffihús síðan 2003 eða 2004, ég hef ekki djammað í Rikkítikkí siðan 2002 og mér er alveg andskotans sama, ég er búin að venja mig af því og þarf þess ekki lengur. Ég hef nóg af hobbíum til að dunda mér við hér meðan ég er í fæðingarorlofi. Þetta hljómar kannski eins og einhver réttlæting á því hvernig ég er og hef verið en só vatt............þetta er svona eins og að skipta um vinnustað annað hvort er tekið tillit til þess að þú ert nýbyrjuð (-aður) og ert í aðlögun eða ekki, svo vonandi fer maður að standa sig, ég kýs að líta á að ég hafi gert það.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home