Friday, August 24, 2007

Hello ladies!
Ég hef verið að velta fyrir mér geðbiluninni hér í denn! Það hefur svo margt breyst , ég er bráðum búin að vera með BG í 4 ár, ég á 2 dætur sem eru alveg dásamlegar, ég bý enn í Edelstein og við erum hægt og rólega að færa hann í fyrra horf, ég á aðra vini núna en þá og núna þoli ég ekki Rikkítikkí!

Já þetta er allt spurning um aðlögunartíma, það er ekkert skrítið að þegar 23 ára kona flytur úr höfuðborgini á Rokkeyri sem er álíka stór og blokkin sem hún bjó í, að það sé þvílík breyting. Þetta er allt annað umhverfi, fólk hagar sér öðruvísi, maður þekkir sama og engan og það er fátt hægt að gera sér til dægrastyttingar annað en að sortera í skúffur og skápa. Maður hleypur ekkert í búðarráp eða skýst á kaffihús, sérstaklega þegar maður kann ekki að keyra bíl eins og ég. Þunglyndið og síðar fæðingarþunglyndið hellast yfir og það var ekki mikið um stuðninginn! Það fór auðvitað allt í klessu og ég fór að búa ein. Ég var farin að vinna og þekkti fleira fólk og fékk að fljóta með góðu fólki í verzlunarferðir upp á Selfoss, því hálfvitarnir í kaupás voru búnir að loka kaupfélaginu hérna, þetta ágæta fólk er nú tengdafamelían mín. Ég hafði ótrúlega gott af þessu og þar af leiðir að ég vil hvergi annars staðar vera en einmitt hér.
Ó já þetta er allt spurning um aðlögun og að geta vanið sig af fyrra lífsmunstri, ég labbaði niður Laugavegin í sumar og gera það varla einu sinni á ári, ég hef ekki farið á kaffihús síðan 2003 eða 2004, ég hef ekki djammað í Rikkítikkí siðan 2002 og mér er alveg andskotans sama, ég er búin að venja mig af því og þarf þess ekki lengur. Ég hef nóg af hobbíum til að dunda mér við hér meðan ég er í fæðingarorlofi. Þetta hljómar kannski eins og einhver réttlæting á því hvernig ég er og hef verið en só vatt............þetta er svona eins og að skipta um vinnustað annað hvort er tekið tillit til þess að þú ert nýbyrjuð (-aður) og ert í aðlögun eða ekki, svo vonandi fer maður að standa sig, ég kýs að líta á að ég hafi gert það.

Thursday, August 23, 2007

Komiði öll sæl og blessuð! Hér er tveggja barna móðir mætt á svæðið!!!!!!!!!!!

Monday, June 26, 2006


Skólinn er killer segi ekki meir!
Er í sumarfríi með snúlluna mína og er að smíða kjallarann, seinasta vegginn í þvottahúsinu en er núna stopp því að það eru ekki til sökkulplötur til að einangra. Tókum í gær fullt af myndum af kofanum ti lað eiga og til að finna út hvað sé best að gera og svona fyrir og eftir dæmi!

Tuesday, June 06, 2006

Þetta er svalasti maður sem uppi hefur verið! Hann myndi útrýma öllum sem standa fyrir þessu bloggi ef hann væri á lífi í dag!
Búin að kaupa fullt af drasli undanfarna daga og eyða peningum það er gaman! Ég hata þetta blogg kjaftæði út af lífinu maður skrifar og skrifar og svo dettur allt út þetta er satanískt drasl og það á að brenna þetta á báli! nenni ekki að segja ykkur hvað drifið hefur á daga mína að undanförnu en það er fullt og skemmtilegt óheppin þið!

Monday, May 15, 2006

Well hello there!

Nú er mín búin að vera vibbalega dugleg, bara búin að mála kjallarahurðina, kjallaragluggana og útidyrahurðina. Allt kríthvítt!
Horfði svo í gær á dásamlegan þátt um uppáhaldið mitt hann Vlad Tepes oh hann var æðislegur!!
Svo hlustaði é áðan á Mína uppáhalds hljómsveit sem er My dying bride og ég þarf að fara að bæta aðeins í safnið! Á bara 8 diska með þeim núna he he he.
Hlakka til um helgina því þá get ég farið með Karólínu mína í Töfragarðinn!!!!!! VEI
over and out

Saturday, May 06, 2006

Well hello there!
Ég var að uppgötva það að ég er með söfnunaráráttu á háu stigi, ég safna ótrúlegustu hlutum hér er svo listi yfir það sem ég man eftir í augnablikinu!
1. skór
2. töskur
3. yfirhafnir
4. teskeiðar (merktar stöðum)
5. blikkdollur
6. svínastyttur
7. nálapúðar
8. salt og pipar staukar
9. rjómakönnu og sykurkarasett
10. skjaldbökustyttur
11. búddastyttur
12. gamalt apóteks dót
13. eyrnalokkar

Þetta er það sem ég man eftir núna! vá vá vá

Over and out

Friday, April 28, 2006

SPEKI DAGSINS!
Boð og bönn á einum stað
eru yfirhylming
á reiðileysinu
annars staðar.