Thursday, March 27, 2003

Jæja!
Hvað haldið þið að hafi gerst? Ég 25 ára gömul kellan tók mig til og bakaði mína fyrstu KÖKU í gær. Ég er stolt! Ég bakaði hina ofurgóðu Dalbæjarskúffuköku og kláraðist hún á einum degi. Erna bakaði hana á sunnudagin þegar ég var hjá henni, en mín var ekki nærri eins góð! Svo í dag bakaði ég skonsur og voru þær étnar með bestu list af famelíunni. Hvað er að koma yfir mig? Kvenlegir taktar!

Ég er búin að vera iðin í bæsinu í dag og í gær! Bæsaði heila kommóðu og heilan bókaskáp! Úff ég er svo dugleg. Auðvitað litaði ég líka á mér hárið, mahognybrúnt að þessu sinni og litaði líka augabrúnirnar og Kallinn litaði augnhárin á mér! Þannig að þetta er svolítil umbreyting frá blondínulúkkinu!!!

Ég er búin að fá myndirnar úr afmælinu mínu, loksins! Þær eru helv. fínar sérstaklega myndirnar af Svabba! HAHAHA
En myndirnar af Línu minni eru langbestar!
Hef ekki meira að segja í bili, þarf að fara að raða í þennan blessaða skáp.

Þangað til næst.........................................

Tuesday, March 25, 2003

EITÍSFLASHBACK!
L´Oréal Studioline hárvörurnar, gulur Ópal, blásið hár, permanent, pokapils, Milet dúnúlpur, öfgableikur kinnalitur, sítt að aftan, Poppkorn (TV), Rokkarnir geta ekki þagnað (TV), Annir &appelsínur (TV), Gosi (drykkur), Sopi (drykkur), hvítar gardínur með ljótum strípuröndum, hvít húsgögn, hvítar innréttingar með rauðum plast handföngum, Rikshaw, Hraun (nammi), snjóþvegnar gallabuxur, pokabuxur, neonlitir, vængjapeysur, önnur öxlin ber, túberaðir toppar, svitabönd, hálsstroff, Pósturinn Páll (TV), Fastir liðir eins og venjulega (TV), Stella í orlofi, axlapúðar, gosbrunnur tagl, lakkrísbindi, svart-og hvít köfflóttar skyrtur, plastkörfutöskurnar, plastskartgripir, Nena, Sandra Lauer, Cindy Lauper, Madonna, Michael Jackson, Eurithmix, Henson gallar, apaskinnsíþróttagallar, ALLT ÚR PLASTI, Vim hreinsiduft, Lux sápuflögur, pastellitir, Juicy Fruit tyggjó, samfestingar, öfgabreið belti, pönkið, hanakambar, Karnabær (búð), Miss World, pallíettur, Hollywood, Gamla Broadway og Klúbburinn (skemmtistaðir), Austurbæjarbíó (þegar það var bíó), Pritty in pink myndin, Aftur til framtíðar trílógían, legghlífar, Álafoss, 1L Kók í glerflöskum, Leiðtogafundurinn, Vigdís Finnbogadóttir, Dallas, Dynasty, Falcon Crest, vöfflur í hárinu, Barbí og Cindy, Mikligarður markaður við sund, Kjötmiðstöðin, He-Man, Maradonna, Michel Platini, Florence Griffith-Joyner, Carl Lewis, Kareem Abdul Jabbar, Rokk í Reykjavík, Jón Oddur & Jón Bjarni myndin, Þorgeir Ástvaldsson, Á tali hjá Hemma Gunn, Strax í Kína, Margaret Thatcher, Derrick & Matlock, unglingabækur eftir Andrés Indriðason & Ármann Kr. Einarsson, Ísfólkið, Bravo (blaðið), Lödur & Trabantar, Sovétríkin, járntjaldið, Greifarnir, Dúkkulísurnar, Duran-Duran & Wham erjurnar, Europe/Final countdown, Bobbysocks/Ladetsvinge, Gleðibankinn, Nýtt Líf, Dalalíf, Löggulíf, Eiríkur Fjalar, Stiklur, Ómar Ragnarsson, ekkert sjónvarp á fimmtudögum og allan júlí, Stöð2, Jón Óttar & Vala Matt, Sinclair spectrum (leikjatölvur), Torgið Austurstræti (búð), Daels Varehus í Köben, Útvegsbankinn, Hummel íþróttagallar, Verzlunarbankinn, Óskar og Emma (sparibaukar frá Iðnaðarbankanum), Don Cano gallar, Rósa Ingólfs, Benetton, Vespré (dömubindin), Breik (íspinnar), Æskan, leðursófasett, Stelpnafræðarinn, kallar meikuðu sig líka, Hressó café, Puffins skór, Adidas íþr.töskur, B-heimsmeistarakeppnin í handbolta, Five-star (band), broskallar, Frankie goes to Hollywood, úlnliðsbönd, bláir maskarar, hvítu IKEA stálstólarnir, júróvisjon, Sandra Kim, Whitney Houston, Dílettó kaffi, krullubönd, Dalver & Lækjarkjör, PK tyggjó, Mezzoforte, brennóboltar, kínaskór, öfgafengið hárskraut, hárspangir, Whinter, Kalkhoff & BMX hjól, Kiss, Queen, Töfraglugginn, Jam & the holigrams, Cosbyshow, Sinalco & Prins póló, lakkrísrör, kók í gleri, bláir augnskuggar og bleikir varalitir, Margaret Astor & No7 makeup, Boss jogging-gallar, hvítir strigaskór, skóbúð Axel Ó, Nesco (græjubúð), Hljómbær Hverfisgötu, heill hellingur af mjóum silfurarmböndum, Sloggy brækur, púffermar, alpahúfur, grifflur, pokalegir gallajakkar, Húnaver, stálruslatunnurnar, Melarokk, stórar keðjur um hálsinn, Hófí, Pixies, spandex, jazzballet, breikskór, breikdans, allt sanserað, SÍS, tjullpils, doppótt og röndótt, þrumukettirnir (TV), Svali, Kukl, A-HA, Dodo & the Dodos, Hildur (TV), Já ráðherra (TV), Stigasleðar, Akadú dú dú hrista epli nið´r úr tré, Óli Prik, Smjattpattarnir, UB-40, Fine young cannibals...........................................

Monday, March 24, 2003

Hello ladies!
Er ekki búin að gera mikið í dag, eða jú ég stakk af frá manni og barni til InguB í kaffi og var þar í hádegismat og kaffi og blaðri! En hvað það var gott. Ég var að horfa á David Attenborough og CSI. Ég var komin svo vel inn í gömlu þættina að það er soldið skrýtið að sjá nýtt umhverfi og nýtt fólk! En er það ekki svoleiðis vanalega í hinu daglega lífi? Maður er orðin vanur svona umhverfi og að umgangast þetta fólk, svo einn góðan veðurdag þarf maður einhverra hluta vegna að breyta um!!!! Ég býst við því að það geti tekið tímann sinn, en er það þá ekki yfirleitt svo að maður rígheldur í það gamla og það liðna. Sérstaklega ef manni leið vel þar. En hvað getur maður gert ef maður var hrakinn burt úr sælunni? Á maður að beita öllum mögulegum bellibrögðum til að viðhalda sínu sessi eða á maður að taka því sem að höndum ber? Hvað ef ákveðnir þættir hreinlega elta mann uppi og vilja halda í mann? Fellst einhver sigur í því? Sem þó hefur eflaust sína unaðslegu þjáningu!
Kemst maður einhvern tíman yfir þetta? Eða verður þetta alltaf hin ljúfsári hluti minninganna sem við berum með okkur það sem eftir er?

Kem með langa vangaveltu á morgun, ég bara nenni eingan vegin að pikka hana inn núna!!!