Friday, March 14, 2003

HÆ HÓ!
Jæja þetta er seinasti dagurinn sem ég er 24gra, á morgun verð ég gömul kellllling þetta segi ég alltaf þegar ég á afmæli!
Núna er búið að taka allt í gegn og vonandi subbast ekkert út, því þá tjúllast ég. Ég er búin að skreppa í ljós og komin með væna pöru á kroppinn núna vantar bara berneisósuna!HA HA HA

Ég skoðaði um daginn heimasíðu ljósmyndara sem er þekktur fyrir eyðibýlamyndir sínar, mér finnst líka gaman að taka myndir af eyðibýlum. Mér fannst þetta allt svo sorglegt að ég var komin með grátstafin í kverkarnar áður en ég vissi af. Þarna voru eldgömul, hálfhrunin hús sem eitt sinn iðuðu af lífi og barnahlátri. Þarna fæddist fólk og dó, fólk átti sína drauma, þrár og sorgir, en núna heyrist hvorki né sést nokkur skapaður hlutur. Allt tómt og yfirgefið! Mér finnst þetta ömurlegt!!!!!!!!!!!!

En það þýðir ekkert að væla yfir því (snökt snökt), því núna ætla ég að fara í heimaspaið mitt og vonandi enda ég ekki í framan eins og Samantha í Sex & the city í gær! Það var bara fyndið. Ég er nefnilega Samantha, það er hægt að taka test á strik.is/folk (vonandi er þetta þar ennþá) bestu vinkonur mínar eru báðar Carrie, hver ert þú?

Þangað til næst....................

Wednesday, March 12, 2003

eorhgkjcxvneiufgh
Ég fór í ljós í morgun og núna er ég orðin húðlituð! Ég er ekki lengur grá.....
Ég er að úldna úr þreytu það er ekkert smá vesen að halda svona afmæli, búin að skrúbba og þvo og þá er ég ekki að meina ryksuga, heldur skrúbba eldavélina og ísskápinn, það var allt svo ógeðslegt að ég hefði getað dáið! En því miður fyrir ykkur þá dó ég ekki! HNE HNE HNE Ég var á smá búðarrápi í dag og ég keypti mér 3 peysur svartar. Það tókst loksins að finna svartar peysur eftir að hafa þrætt Selfoss þveran og endilangan, og farið í allar 3 búðirnar. Það er ekkert úrval, þetta er mest allt forljótt og allt í litum, illa farnar flíkur og svona gæti ég lengi talið........þannig að ef ykkur vantar flík, endilega ekki fara á Selfoss!
En þessar sem ég fékk, loksins eru nú bara ágætar.
Ég fór td í eina búð sem selur svona týpískan tískufatnað (eða þannig) þar voru til sölu næfurþunnir og götóttir hlírabolir á 3000,- ER EITTHVAÐ AÐ? Ég gæti tjaslað svoleiðis saman úr bílatvisti og grisju!
Jæja ég nenni ekki að ergja mig á þessu!

Ég var á kóræfingu í gær og hóstaði meira en ég söng, en það hafðist að lokum.
Núna ætla ég hins vegar að skríða í bólið, en fyrst er það smókur!!!!!!!!!!!!!!

Monday, March 10, 2003

Hello ladies!
Ég er búin að ver a mjög löt og dugleg í dag, t.d. var ég búin að gera öll húsverkin fyrir hádegi, aldrei þessu vant, þannig að ég hef ekki haft neitt að gera í allan dag! HAHAHAHA
Hérna í sveitinni er búið að vera gluggaveður dauðans í allan dag og maður er búin að liggja í sólbaði á stofugólfinu! Það var bara notalegt að leggja sig á gólfið og láta sólina sleikja á sér smettið!
Annars nenni ég ekki að halda áfram núna, mig langar frekar til að vaska upp og koma dótinu í klór sem ég er búin að grafa upp!
Þangað til næst..................

Sunday, March 09, 2003

Hello ladies!
RAIKKÖNENN RÚLAR FEITAST!
Ég er öll að braggast, fór meira að segja í formúlupartý í gær, það var alveg svaka gaman. Ég fór ekki að sofa fyrr en 05:30 í morgun og vaknaði seint og síðar. Karólína var hjá ömmu og afa og leið voða vel. Við gerðum innkaup og náðum í hana áðan, nú er hún komin í bólið. Bóndinn er núna að drepast úr kvefi og er agalega lasin og á voða bágt. Hann verður alltaf svo lítill og sætur þegar hann verður lasinn. Ég gekk frá öllu dóti og eldaði kvöldmatinn og nú kúrir hann undir sæng inni í stofu og er að horfa á teiknimynd!!!!


Það var mjög fínt í partýinu í gær, það voru ekki of margir og ekki of fáir, og brandararnir fuku hægri vinstri. Þessi með ristilinn í andlitið var lang bestur! Svo var farið að perrast með það og það endaði með því að; þannig lenda klámstjörnur í vinnuslysi!!!!!!! ÆÆÆÆHHHHHHH
Svo tóku strákarnir nýja húsnæðið í notkun og það er bara alveg þrusu glamurpleis! TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ!

Þangað til næst........................