Saturday, March 01, 2003

Hello ladies!
Ég er búin að vera hjá Ingu vinkonu í allan dag og við brölluðum ýmislegt. Hún gaf mér fullt af kellingadóti sem var að safna ryki inni í skáp og er ég alveg hæstánægð! En og aftur TAKK! Svo er stórborgarferð á morgun jibbíjei. Núna ætla ég hins vegar að fara og góna á imbann, ég hef ekki frá miklu að segja heldur.................

Friday, February 28, 2003

Ég föndraði fullt af krappi í dag og í gær, síðbúna bóndadagsgjöf (hehehehehehehehe) geisladiskabox og svo gerði ég reikningastatíf!
Svona geriði: límið saman pappakassapappa í e-ð form, límið svo á þetta það sem ykkur lystir efni, pappír, tölur, speglabrot, whatever.
Svo getiði þess vegna vafið snæri eða e-u utanum! En núna ætla ég að fá mér kaffi því ég er orðin stórskrítin úr þreytu!
Vangavelta:
SÖK BÍTUR SEKAN!
Hafið þið velt því fyrir ykkur hvernig sumir hlutir geta snúist upp í andhverfu sína löngu seinna?
Ég meina þið gerðuð einhverjum e-ð eða á e-s hlut (gott eða slæmt), svo löngu seinna er sami hluturinn gerður ykkur, semsagt þið breyttust úr gerendum í þolendur eða öfugt eftir því hvernig á það er litið. Ég ætla ekki að koma með neinar reynslusögur !!!
En bý bara til dæmisögu: (A) á kærustu (B), (B) heldur fram hjá (A) með (C) og allt fer í steik! Löngu seinna byrjar (A) með (D), (A ) heldur svo framhjá (D)! Hafiði einhvern tíman lent í svona sök býtur sekan dæmi? Er verið kenna okkur eitthvað? Fá okkur til að hugsa? Eða er verið að fá okkur til að rifja upp leiðinlegar minningar og klína meira samviskubiti inn í sálartetrið?

Thursday, February 27, 2003

Hello ladies!
Ég ætla núna að hrökkva í húsmæðragírinn! Vera alveg ógeðslega dugleg og taka til og þrífa, ég nenni ekki að eyða helginni í það. Svo förum við líka í bæinn um helgina og þá ætla ég að hjálpa múttunni minni í tiltekt úfff ég hlakka til! Það hljómar kannski skringilega að maður hlakki til að fara að taka til en það er ágætt að taka til e-s staðar annars staðar en heima hjá sér. Hver veit kannski á ég eftir að uppgötva einhvern sniðugan hlut! Það er svo gaman sjáiði til.
Ég á líka afmæli bráðum og er svona að dunda mér við að undirbúa það og skipuleggja. Ég er bara að verða 25! en mér líður eins og ég sé að verða að múmíu, svo finnst mér samt svo stutt síðan ég varð 20! HVAR ERUÐ ÞIÐ, UNDANFARIN 5 ÁR?

Wednesday, February 26, 2003

Je, je, je!!!!!!
Alanis Morissette: You oughta know
ABBA: The winner takes it all
Mæli með þessu!!!
Vangavelta:
"HIGHSCHOOL-FLASHBACK!"
Ég er greinilega í dálítilli sjálfskoðunarstemningu þessa dagana. Ég komst nefnilega að því í gær að ég hafði verið "rebel" í "highschool" (15-18 ára), ég svaraði þessu blessaða prófi í fullri hreinskilni og þegar ég lít til baka þá sé ég að þetta stemmir allt saman. Ég og vinkonurnar í gaggó tilheyrðum aldrei neinum klíkum, við vorum iðulega kallaðar "six-pakkið" og kannski vorum við samt hálfgerð klíka, okkur linnti og linnti ekki við allt og alla. Ég held að við höfum aldrei reynt að fitta inn hingað og þangað við vorum bara við sjálfar, það má vera að það hafi farið í taugarnar á e-m. Við vorum hálfgerðar Romys and Michelles. Í sambandi við rebbelinn mig, þá verð ég að viðurkenna að ég átti mín "móment"! Mér gekk mjög vel í gaggó fékk tíur og níur, svo í 10. bekk þá valdi ég agalegar úhh....ahhh.... valgreinar (vélritun, tölvur og bókfærslu) það gekk alveg ágætlega enda var stefnan tekin á MR takk fyrir góðan daginn.
Einn góðan veðurdag mætti ég í bókfærslu alveg agalega montin yfir því hvað ég hafði verið dugleg að læra heima debet, kredit, höfuðstóll, vextir, prósentur,blaaaaaa. Nei! Þetta var svo allt vitlaust hjá mér djö.... ég varð svooooo fúl að ég grýtti bókunum eitthvert og strunsaði út úr kennslustofuni. Uhu,uhu stoltið var niðurbrotið, en þetta lagaðist!!
Þegar ég byrjaði svo í MR fór hins vegar allt að leka út úr höndunum á mér, ég hætti nánast að læra og einu viðburðirnir sem ég hefði getað fengið 10 í voru mætingar á skólaböll og gettu betur keppnir. Ég held að ég hafi farið á flestar sjónvarpskeppnirnar (´95-´97) til að hvetja mína menn og það er mjög fyndið að það skulu ennþá vera sungnir sömu hvatningarsöngvarnir og gerðar cosinus og sinusbylgjur.STUNA Ég fór 2x í 4.bekk (féll í stæ. nennti ekki að læra) og þá byrjaði skrópið fyrir alvöru, sérstaklega í seinna skiptið. Mér fundust samt sögutímarnir ágætir, sérstaklega í 3.bekk v.þ. að kennarinn var svo oft að segja hneykslandi sögur af geðveiki og kynsvalli rómverskra keisara. En latínan í 4.bekk Nauta navigunt, filia pulchra est,ZZZZZZZZZZZZZZZZ. Ég var þegar þarna er komið við sögu farin að lita hárið í gríð og erg, sá svarti hafði sigur og ef ég væri með heimasíðu þá væri ég með myndaflokk sem ég myndi kalla HÁRIÐ. ´*Eg gekk um í svörtum fötum allir litir voru bannfærðir, var með hring í nefinu, reykti eins og strompur og drakk að minnsta kosti 30 bolla af kaffi á dag 17-18 ára gömul. Mér var skítsama um allt og alla, og ef ég var í tímum þá var ég bara e-ð að krota, annars hékk ég niðri í kjallara Cösu Novu og las bækur um vampírur og fjöldamorðingja með blackmetalið í botni í eyrunum. Bara því ég þoldi ekki flesta kennarana og þeir ekki mig, eins og leikfimi hvað er það? Ó Ó Ó ég var svo evil!!! Það var líka svo notalegt að leggja í sófunum og breiða yfirhöfnina uppyfir haus. Þetta var eitthvað sálarkreppuskeið, enda hætti ég vorið ´97 og fór að vinna og reyna að koma einhv. reglu á mig. Þetta var samt ágætis tími þarna og það býr alltaf MR(ebel)-ingur í mér, sem mig langar ekkert til að reka út enn þann dag í dag!
Ég er ekki búin að gera mikið í dag Hjörtur félagi okkar hjóna kíkti í kaffi og við fórum að skoða bíla á internetinu. Því mæli ég með cars-on-line.com sem er bara kúl síða fyrir þá sem hafa áhuga á bílum og svoleiðis. (MIG LANGAR Í SVARTAN TRANS-AM ´77)
Það var askoti gaman eftir kórinn í gær Inga B. kíkti með í kaffi og við fórum að spá og allt verður æði í framtíðinni, svo fórum við á emode.com þar eru alls kyns próf sem segja þú ert svona og svona, mjög áhugavert!!! Ebba vinkona sagði mér frá henni fyrir löngu síðan þá var hún stundum á þessari síðu þegar hún var að "læra" á þjóðarbókhlöðunni. Ég hef tekið hin ýmsustu próf og komist að því að ég er C3PO í Starwars, Rachel í Friends, ég er í raun og veru í hrútsmerkinu (hef alltaf vitað það), lagið mitt er "Groove is in the heart", celeb-lookið mitt er mysterious, minn innri rokkari er Madonna og ég á að deita Mel Gibson og hann sem er minni en ég! Ég tók eitt test í gær "who were u in highschool?" ég átti ekki von á því að vera kosin promqueen enda var útkoman algjörlega í hina áttina.

Tuesday, February 25, 2003

Hæ hó!
Þetta er nú meiri dagurinn. Ég ákvað að vera löt í dag en samt er ég búin að strauja, ganga frá þvotti, leika við dótluna, hringja í hina ýmsustu banka og láta loka eldgömlum reikningum, blogga vera á netinu, vaska upp fara á lappir, vera í góðu skapi og tjúllast.
Ég fer svo á kóræfingu í kvöld og g´la þar hástöfum Ave verum corpus með Ingu B. vinkonu, ég ætla að syngja svo hátt að allur heimur heyri. (ég er svo mikið svoleiðis) Ástarenglarnir mínir verða að dunda sér heima á meðan. En núna ætla ég að reyna að svæfa snúlluna mína hún er þreytt og geðill. Við vorum að spegla okkur áðan og hún hló og hló, svo að skein í allar framtennurnar fjórar.
Það er alveg merkilegt hvað maður elskar þessi afkvæmi sín mikið ég held bara að ég hafi ekki pláss fyrir hjartað mitt inni í mér það er orðið svo stórt! Svo ætla ég að spá í spil það er eitt af áhugamálunum það er svo gaman að njósna. Fólk getur platað en spilin plata ekki!!!!!!!!!!! Þangað til næst.........................
Vangavelta:
ER ÞETTA ÞESS VIRÐI?
Hafið þið e-ntíman velt því fyrir ykkur hvort þetta allt sé þess virði?; þá er ég ekki að tala um lífið sjálft, heldur tilveruna sjálfa. Ég sökk í mikla umhugsun í gærkvöldi um þessa stóru spurningu.
Mín markmið í lífinu þegar ég var lítil voru að gifta mig, eiga notalegt heimili, eignast börn og eiga fullt af peningum. Fyrstu 3 markmiðin hafa ræst með glans. En öll fyrirhöfnin við að halda batteríinu gangandi er oft á tíðum ofar mínum villtustu martröðum. Við hjónin erum engir millar og ég er svoleiðis manneskja að vilja alltaf standa í skilum og skulda ekki neitt. Þannig að þegar allt er búið að borga er ekki mikið eftir. Við spörum og spörum, eyðum nánast aldrei í neinn óþarfa (djamm, bíó, vídeóspólur o.s.frv.), við höfum t.d. aldrei farið saman út að borða. Ef e-ð bilar gerir bóndinn við og ef gat kemur á flík þá stoppa ég í. Við erum svo viðbjóðslega sparsöm að ég persónulega er orðin nísk og tými varla að láta neitt eftir mér. Við spörum á öllum siðum og þá meina ég öllum sviðum.
Bóndinn hættur að reykja og voða gaman, en ég átti í mikilli sálarkreppu á morgun. Ég hugsaði með mér að ef ég hundskaðist ekki út í sjoppu og mundi kaupa mér sígó (hef stórlega dregið úr þessum ósið) þa´gæti ég alveg eins orðið kaþólsk og gengið í klaustur; ég geri hvort eð er aldrei neitt (nema sjá um heimilið og dótluna okkar). Ég arkaði af stað í roki og rigningu og fékk þvílíka gremjuútrás, þvílíkir sælustraumar fylgdu í kjölfarið þegar fyrsta retta dagsins var búin.
Mig hefur oft langað til að hlaupa gólandi eitthvert út í buskann frá þessu öllu saman, en ég er nú svoddan keppnismanneskja og "elska" allar áskoranir að ég þrjóskast alltaf við. Það að halda svona batteríi gangandi (þegar maður er efnalítill í augnablikinu) er rosaleg áskorun og það þýðir ekkert annað en að herða sig upp og gera sig stífan (eins og afi Gísli heitinn sagði alltaf).
Ég veit að ég og við munum hafa sigur úr bítum að lokum (nýjasta ljósið er vinnan sem ég fer í nú í sumar). Ég segi bara fuck you við heiminn og kerfið, því að ég veit líka að ég er mun ríkari en margir aðrir, þannig að þetta er allt þess virði!

Monday, February 24, 2003

Jæja þá ætti þetta að vera komið í gagnið! Eftir mikið basl og klúður. En Inga mágkona bjargaði mér (ÞÚ ERT BEST).
Ég er búin að gera heilan helling í dag, sækja um leikskólapláss fyrir Karólínu mína, þvo 100 þvottavélar og ég sótti um vinnu (sumarvinnu) og ég byrja sennilega í maí ef ekkert klikkar! Ég er svo spenntað ég er að kafna.
Mér brá heldur betur í brún áðan þegar dimmdi skyndilega hérna inni, en það var ekkert til að hafa áhyggjur af bóndinn var bara að koma heim á vinnubílnum!!! HEHEHE
Þessa dagana er ég að deyja stórborgarþrá! Mamma er nýkomin heim af spítala og er að kafna úr ruslpósti, reikningum og dóti. Mig klæjar í puttana mig langar svo að fara til hennar að taka til, sortera og skipuleggja! STUNA
Svo verð ég bara að minnast á hina stórfenglegu konudagsgjöf sem ég fékk í gær. Hún kom virkilega á óvart og er algjör eðall, en hvað það er, ætla ég að halda út af fyrir mig!!!! HEHEHE
Þangað til næst.........................
hahahahaha
er einhver þarna?
hghfkhg,jbjhguyvbyu
djö........drasl
Nú ætti þetta að vera í lagi!