Tuesday, April 22, 2003

WELL, WELL, WELL!

Ég er í fríi í dag og er búin að reita endalausan arfa í mínum megabeðum, er samt ekki nærri búin! Í gær þá datt bóndinn í grillgírinn og fór að grilla þrátt fyrir ofurlítinn sinubruna (hí hí hí) Þá var maturinn geðveikur, Svabbi var í mat og við borðuðum úti við panellagða garðborðið! Hvað ætli það séu margir sem eiga panellagðar garðmublur? Þegar það var búið lagði ég mig kl sjö og vaknaði kl 7 í morgun!!!!!!!!!!!!! Alveg magnaður andskoti! Annars er ég bara búin að vera vinna alla páskana eins motherfökker, en sem betur fer þá er kvöldvakt á morgun þannig að ég ætti að geta sofið meira út. Kóræfing á eftir og voða mikið stuð.

Ég horfði á Titanic í sjónvarpinu og þetta er alveg mjög flott mynd en ó mæ gad ÉG HATA LEONARDO DI CRAPIO!!!!!!!!!!!!!!
Ég hata hann af öllu afli. Hvernig getur stelpum fundist þetta greppitrýni fallegt? Ég bara spyr!

Mig langar í bæinn, mig langar á eitthvað kaffihús, mig langar að labba niður laugaveginn, mig langar að uppgötva allar minigöturnar í miðbænum, mig langar inn í bókabúðir, mig langar að labba um gamla kirkjugarðinn, mig langar að labba austurstrætið og yfir austurvöll, er ég með pínu "heim"þrá?