Friday, April 14, 2006

Well hello!

Föstudagar eru hreingerningardagar!
En þeð verður e-ð í seinna fallinu í dag, við fórum nefnilega í heimsókn í gærkvöldi til Huldu og Frikka og vorum þar til rúmlega 2 og þar var fólk að fá sér í glas og spjallað mikið, aðallega var ég að persónugreina þau út frá astrológísku sjónarmiði. Bláedrú þar sem ég hef ekki bragðað deigan dropa af áfengi í bráðum heilt ár (ég dugleg)! vaknaði svo eldsnemma í morgun til að syngja í messu í nyja úberflotta svarta kjólnum, kom svo heim og ætlaði aðeins að halla mér og vaknaði klukkan 4 í dag. ja ég er enn í kórnum meira um það síðar.........
nú er klukkan hálf sex að verða ég er ekki búin að gera jackshit og get ekki gert jack shit, því BG er með gesti og er að horfa á laaaaaaaaaaaaaaaaanga mynd á föstudeginum laaaaaaaaaaanga.
En ég get sko sagt ykkur (eða engum) að það verður ekki farið að elda fyrr en hreingerningin verður búin þótt klukkan verði orðin 22 í kvöld. So bee it þótt garnir verði farnar að gaula hástöfum.
Svo er stanslaus vinna framundan og ekkert frí fyrr en eftir viku takk fyrir og þessi dagur er algjörlega komin í vaskinn ásamt hreingerningunni! Ég hef alltaf gert hreint á föstudögum og því verður sko ekki breytt þótt himinn og jörð farist.
Þetta er ÖMURLEGUR dagur og ég er útúr pirruð núna.
Það er alltaf svo snarvitlaust að gera að maður getur aldrei sest niður og slappað af, sérstaklega ef skipulagið fer úr skorðum ég snýst bara í hringi.
Ég ætla nú bara að reyna að hugsa um e-ð skemmtilegt þangað til ég get farið að ryksuga, kannski e-ð tengt ljóðum.
Over and out

Monday, April 10, 2006

Well hello there!
Ég held að evolution aka þróun sé mjög nauðsynlegt fyrirbæri!
Ég var að skoða gamalt blogg og ég held að ég hafi verið á barmi sjálfsmorðs eða botnsokkin í fæðingarþunglyndi og alveg ógeðslega óhamingjusöm eða e-ð!!!!!!!
En þetta var allt í mínu fyrra lífi og nú er nýtt og betra tekið við! Fylli upp í eyðurnar síðar!
Þar sem ég var nú að tæknivæðast og fá mér ritvinnslumaskínu þá hefur maður rekist á margt forvitnilegt sem að maður vissi ekki að væri til og aðra hluti sem voru orðnir loðnir af kóngulóarvef! hvernig er hægt að vera eins í 10 ár? Fann fólk sig svona snemma eða myndi þetta flokkast undir alvarlega stöðnun, ég held að það síðarnefnda sé rétt því að ég fékk alvarlegt kúltúrsjokk, martraðir og hvaðeina. Miður gott fyrir mína stabílu sál. og vælið í mér hér í gamladaga, ég hreinlega biðst afsökunar! það hefur svo margt drifið á mína daga síðan þá, ég er búin að eiga BG í rúm 2 ár og Aðalstein/mini Versailles (hús) í rúmt ár, og litla Línan mín er að verða 4gra ára! Ekkert annað á leiðinni enn sem komið er. Ég er alla vega ekki á leiðinni héðan frá sunnlensku sjávarsíðunni, enda er allt of mikið af slæmum aðskotahlutum annarsstaðar, svo að hér fæ ég minn frið!
Over and out!
P.S.
Vissuð þið að hin fleyga setning: " when a man lies, he murders some parts of the world......" er úr kvikmyndinni Excalibur frá árinu '81!