Saturday, March 22, 2003

Þetta er búin að vera lúllidagur dauðans!
Ég er búin að sofa í allan dag liggur við, við hjónin vöknuðum samt í morgun kl:06:00 og horfðum á Formúlutímatökuna og við þömbuðum mjólk og borðuðum súkkulaðikex, voða rómó stemning. Ég var svo ýkt dugleg og eldaði, aldrei þessu vant, hádegismat!
Svo fór ég aftur að sofa.

Vangavelta dagsins!
GREDDUDRAUMAR OG ER EITTHVAÐ TIL RÁÐA?
Hefur ykkur dreymt erótíska drauma?
Slíkt er varla óeðlilegt, en hvað ef draumurinn er um annan/aðra og þið eigið í sambandi við einhvern annan en draumurinn var um. Vaknar maður þá með nagandi samviskubit? Er þetta huglægt framhjáhald? Auðvitað ræður enginn hvað hann dreymir, þá væri alla að dreyma eitthvað fallegt. En ekki biður maður um þessa hlið drauma, eða hvað. Er þetta þá eitthvað merki um að maður sé ófullnægð/-ur? Hvað ef ykkur dreymir sama aðilan aftur og aftur, eins og Madonna segir í laginu Erotica:"If I take you from behind, push myself into your mind, when you´re least expected, would you try to rejct it?" kemur þetta aftan að manni eða er heilin eitthvað klikk? Ég meina einhver brýst inn í fallega draumalandið með sinn losta og ástríðu, þótt það sé ekkert að gerast, svo vaknar maður með andköfum! Skyldi þetta stafa af hinu forsögulega fjöllyndiseðli mannsins?
Er þetta óþolandi ástand eða er það bara fyndið þegar maður segir: "Hey elskan! Mig dreymdi að ég ætti í ástarsambandi við Mel Gibson/Jennu Jameson í nótt!" HA HA HA
Er þetta eintóm gredda eða býr eitthvað meira á bakvið? Hvað ef freðna ýsu/þorsk dreymir svona drauma? Skyldi hún/hann þurfa að taka líf sitt til gagngerrar endurskoðunar?
Kannski er þetta bara ágætt fyrir þá sem fá vanalega framan í sig setninguna: "In your dreams!", þá geta þeir hugsað með sér: "I´ve already got it in my dreams!"

Friday, March 21, 2003

ojlyöe64
Þetta er búin að vera hinn besti dagur! kallinn kom snemma heim og ég rak hann einan í Bónus því IngaB kíkti í hátíðarkaffi. Ég bað hann um að kaupa Ajax og eyrnapinna, meðal annars, hann kom heim með rúðuúða og gleymdi eyrnapinnunum, samt skrifaði ég lista handa þessari elsku. OH! hann er svo mikil dúlla!

Ég er að yfir mig sokkin í þessa blessuðu bók sem ég fékk og er komin með fullt af vangaveltuhugmyndum sem vonandi líta dagsins ljós næstu daga.

Þangað til næst............................

Wednesday, March 19, 2003

erhgxghdkj
Ég gerði ekki mikið í gær, eða jú ég breytti lúkkinu á stofunni okkar! Ég fékk bara ógeð á öölu þessu ljósa, pena, plein, Innlit/Útlit stíl og skipti yfir í ofhlaðin, dökkan, þunglamalegan gothic stíl. OH! Mér líður mikið betur og bóndinn varð hæstánægður þegar hann kom heim! Núna þarf ég bara að redda fullt af svörtum kertum þá verður þetta fullkomið.
Við fórum svo á röltið í gærkvöldi en þar sem að það var rigning og rok löbbuðum við mjög hratt til Magga og Viggu og sníktum nokkra kaffibolla! GOTT GOTT

Vangavelta dagsins!
HORMÓNA- OG HEILASTARFSEMISKLÚÐUR!
Ég hef verið að lesa bráðskemmtilega bók sem heitir "KARLAR HLUSTA ALDREI OG KONUR KUNNA EKKI AÐ BAKKA Í STÆÐI" þar hef ég rekist á ansi fróðlega hluti um samskipti kynjana og hvernig hormónar ákvarða starfsemi heilans, eftir kyni, strax á fósturskeiði.
Þegar KKfóstur dvelur í móðurkviði fær fóstrið aukaskammt af testósteróni til að fullkomna karlmennskuna, ef fóstrið fær ekki þennan skammt eru miklar líkur á að drengurinn verði samkynhneigður, sýnir þ.a.l. kvenlega hegðun þar sem matcho-sprautan gleymdist.
Sama á við um KVKfóstur, þær fá ekki testósterónskammt og halda þ.a.l. sínum kvenlegu eiginleikum, hins vegar ef KVKfóstrið fær svona skammt verða þær oft á tíðum samkynhneigðar eða með þannig tilhneigingar og oft vantar mikið upp á dömulega takta.
Heilar kvenna og karla eru mjög ólíkir varðandi staðsetningu heilastöðva og starfsemi. Í bókinni er próf sem sýnir kynmiðaða innréttingu heilans. Niðurstöður eru ákv. stigafjöldi sem hver og einn fær í lokinn. Þessum fjölda er svo miðað við ákv. kvarða sem er frá -40 stigum (KKmiðaður heili) og upp í 300 stig (KVKmiðaður heili), kynja skörun er í 150-180 stigum.
Maðurinn minn fékk 45 stig og er bara venjulegur dúddi. Ég fékk hins vegar -10 stig. Er ég þá meiri maður en hann? Ég er ekkert agalega dömuleg, mér finnst leiðinlegt að elda og mér líður eins og kyrktum ketti þegar ég er uppstríluð í galakjól. Ég á fleiri stráka sem vini heldur en stelpur. Mér finnst skemmtilegra að detta í það með strákum heldur en stelpum þá er bara chillað og og sagðar fyndnar sögur, en með stelpum er gjammigjamm og oft væl. (EKKI MÓÐGAST) Og fyrr dey ég áður en ég geng í saumaklúbb (ég hreinlega fatta þá ekki) Mér finnst samt mjög gaman að vera kvenmaður, þótt ég sé svoddan perri, durtur, brussa og mesti klunni ever! Ég get þrátt fyrir það sagt fullum hálsi að ég sé mjög gefin fyrir hitt kynið (KARLMENN) sexúalí séð.
Okkur hjónin langar t.d. núna mikið meira á mótorhjólakeppni hldur en Le Sing?!?!
Er ég nokkuð afbrigðileg?
Ekki finnst mér það!

Monday, March 17, 2003

dærdgrtgndfghrty
Núna er annar í þynnku!
Ég var svo þunn að ég lá í rúminu allan daginn, samt varð ég að ryksuga og skúra því húsið var í rúst eftir afmælið mitt á laugardaginn!
Þetta var mest skemmtilagasta afmæli sögunnar og án þeirra sem mættu hefði þetta aldrei tekist! I LOVE YOU ALL OG TAKK FYRIR MIG! Það var ýmislegt brallað í þessu afmæli, sumir töluðu, aðrir sungu, nokkrir horfðu á ljótar myndir!!!!! Svo var auðvitað sjómannskeppni en því miður man ég ekki hver vann!?! Það var líka útipartý og þar var sungið og spilað á gítar. Bollan hvarf og kom sem betur fer ekki aftur! Enda er Kjartan snillingur! Þegar klukkan var ca 3 hálf4 var svo hellt upp á ýktmikið kaffi því það vildi engin drepast og þá voru 10-15 manns í mínu minilitla eldhúsi! Þetta var svo gaman allt.
Svo fékk ég fullt af fínu dóti og enn betri afmæliskossi sem fóru samt ekki út fyrir nein velsæmismörk!! ÖHÖMM
Ég verð núna að fá mér sígó því minningarnar eru að bera mig ofurliði!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!1