Halló elskurnar!
Ég hef ekki bloggað í marga daga, ég gerði ekki mikið á fimmtudaginn, eða jú, ég fór á þorpskvöld með Ingu. Við drukkum mikið kaffi, borðuðum kryddbrauð og pönnukökur og bulluðum í hinum konunum.
Í gær fórum við í bæinn í heimsókn til afa og ömmu í Reykjavík, það var voða gaman. Við kíktum líka til Adda sól og Árdísar, þar sötruðum við kaffi og ég keðjureykti. Það fyndna var að við hittum þau í búðinni þeirra og ég sá það að við kellur vorum eins klæddar, í grænum buxum, svörtum langerma bol og skóm og í dökkbláum gallajökkum. HA HA HA!
Svo þegar við komum heim brunaði ég á typpakynningu. Þar var vöðvafjall sem líktist Frikka Weis að kynna hjálpartæki ástarlífsins fyrir 22 konur á öllum aldri. Það var enginn að hneykslast það var bara hlegið mikið. Langflestar keyptu eitthvað, þar á meðal ég. 'Eg fékk mér víbrator og gervitilla! Það opnaðist heill heimur fyrir mér í gær, margar konurnar voru að tala um hitt og þetta dót sem þær ættu og notuðu sem virkaði svona og svona. Ég stóð og gapti. HVAR HEF 'EG VERIÐ? Mig hefur nú lengi langað í svona dót en ég myndi aldrei þora að labba inn í svona búð og kaupa dót. Þess vegna bjargaði þessi kynning lífi mínu og geðheilsu! Og þar sem margar versluðu á kynningunni lét ég slag standa og fylgdi í þeirra spor. Þannig að nú er ég búin að gera bóndan atvinnulausan! Hann tók því meira að segja svo vel að hann fór út í sjoppu og keypti batterí í gripinn!
Á morgun ætla ég að rifja upp glósur fyrir vinnuna!
Ég hef ekki bloggað í marga daga, ég gerði ekki mikið á fimmtudaginn, eða jú, ég fór á þorpskvöld með Ingu. Við drukkum mikið kaffi, borðuðum kryddbrauð og pönnukökur og bulluðum í hinum konunum.
Í gær fórum við í bæinn í heimsókn til afa og ömmu í Reykjavík, það var voða gaman. Við kíktum líka til Adda sól og Árdísar, þar sötruðum við kaffi og ég keðjureykti. Það fyndna var að við hittum þau í búðinni þeirra og ég sá það að við kellur vorum eins klæddar, í grænum buxum, svörtum langerma bol og skóm og í dökkbláum gallajökkum. HA HA HA!
Svo þegar við komum heim brunaði ég á typpakynningu. Þar var vöðvafjall sem líktist Frikka Weis að kynna hjálpartæki ástarlífsins fyrir 22 konur á öllum aldri. Það var enginn að hneykslast það var bara hlegið mikið. Langflestar keyptu eitthvað, þar á meðal ég. 'Eg fékk mér víbrator og gervitilla! Það opnaðist heill heimur fyrir mér í gær, margar konurnar voru að tala um hitt og þetta dót sem þær ættu og notuðu sem virkaði svona og svona. Ég stóð og gapti. HVAR HEF 'EG VERIÐ? Mig hefur nú lengi langað í svona dót en ég myndi aldrei þora að labba inn í svona búð og kaupa dót. Þess vegna bjargaði þessi kynning lífi mínu og geðheilsu! Og þar sem margar versluðu á kynningunni lét ég slag standa og fylgdi í þeirra spor. Þannig að nú er ég búin að gera bóndan atvinnulausan! Hann tók því meira að segja svo vel að hann fór út í sjoppu og keypti batterí í gripinn!
Á morgun ætla ég að rifja upp glósur fyrir vinnuna!