Saturday, April 05, 2003

Halló elskurnar!
Ég hef ekki bloggað í marga daga, ég gerði ekki mikið á fimmtudaginn, eða jú, ég fór á þorpskvöld með Ingu. Við drukkum mikið kaffi, borðuðum kryddbrauð og pönnukökur og bulluðum í hinum konunum.

Í gær fórum við í bæinn í heimsókn til afa og ömmu í Reykjavík, það var voða gaman. Við kíktum líka til Adda sól og Árdísar, þar sötruðum við kaffi og ég keðjureykti. Það fyndna var að við hittum þau í búðinni þeirra og ég sá það að við kellur vorum eins klæddar, í grænum buxum, svörtum langerma bol og skóm og í dökkbláum gallajökkum. HA HA HA!
Svo þegar við komum heim brunaði ég á typpakynningu. Þar var vöðvafjall sem líktist Frikka Weis að kynna hjálpartæki ástarlífsins fyrir 22 konur á öllum aldri. Það var enginn að hneykslast það var bara hlegið mikið. Langflestar keyptu eitthvað, þar á meðal ég. 'Eg fékk mér víbrator og gervitilla! Það opnaðist heill heimur fyrir mér í gær, margar konurnar voru að tala um hitt og þetta dót sem þær ættu og notuðu sem virkaði svona og svona. Ég stóð og gapti. HVAR HEF 'EG VERIÐ? Mig hefur nú lengi langað í svona dót en ég myndi aldrei þora að labba inn í svona búð og kaupa dót. Þess vegna bjargaði þessi kynning lífi mínu og geðheilsu! Og þar sem margar versluðu á kynningunni lét ég slag standa og fylgdi í þeirra spor. Þannig að nú er ég búin að gera bóndan atvinnulausan! Hann tók því meira að segja svo vel að hann fór út í sjoppu og keypti batterí í gripinn!
Á morgun ætla ég að rifja upp glósur fyrir vinnuna!

Wednesday, April 02, 2003

Well hello ladies!
Ég var að baka Sódaköku eftir einhverri eldgamalli uppskrift frá mömmu, ég er greinilega komin með bökunardellu! Ég hef nú fengið margar dellurnar um æfina! Látum okkur nú sjá: ljósmyndunardellan, framköllunardellan, hárgreiðsludellan, MR-dellan, sjúkraliðadellan, friendsdellan, metal-dellan, kaffihúsadellan, popparadellan, snobblúkkdellan, ísfólksdellan...............æh ég er alveg mögnuð...........rokkarar-með-sítt-hár-dellan................man.utd.-dellan..............gothic-dellan.......

Það virðast allir hlutir og dellur hreinlega fara eftir því í hvernig skapi ég er í þann daginn. Þegar ég fer á lappir þá mætti halda að spurning dagsins sé HVAÐ ÆTLA ÉG AÐ VERA Í DAG?
Hvað er ég sjálf? Ég hef varla hugmynd enn þann dag í dag. Ég verð alveg ótrúlega leið á öllu fyrr eða síðar, ég þarf alltaf að vera að breyta til, hvort sem það er útlitið, umhverfið, athafnir, tónlist. En svo get ég haldið mig við sumt af einskærri vanafestu og þrjósku!
I´m so fucking restless! Ég skrifaði nú eina góða setningu í ljóði sem ég samdi fyrir mörgum árum: It is wonderfull to kill yourself without dying!

En annars var ég á kóræfingu í gær og þar voru rifjaðar upp árshátíðarminningar, svo fór ég til Ingu í kaffi og við spáðum í spil og annað fólk og svo var ein allsherjar naflaskoðun. Ég komst að skelfilegum hlutum í sambandi við sjálfa mig sem erfitt gæti verið að komast úr. Við Inga erum nú meiri nornirnar við kveikjum stundum óþarflega mörg ný ljós hjá hvor annarri I FEEL SO EXPOSED!

Núna ætla ég hinsvegar að borða köku, þangað til næst.........................

Sunday, March 30, 2003

Jæja, þá er ég komin á lappir!
Ég og kallinn vorum á árshátíð kirkjukóranna á Stokkseyri og Eyrarbakka í gærkvöldi. Við fórum á Le Sing og fengum 3réttaðan kvöldverð sem var alveg óhugnanlega góður. Það var frábært á Le Sing ég mæli hiklaust með því, allir hlógu sig máttlausa og það var erfitt að borða og hlæja í einu. Svo var ball með Geirmundi Valtýs í Ásbyrgi, sem er einn af fjólmörgum sölum þar, það var allt í lagi en ég held að hann sé orðin soldið þreyttur kallinn!!!!!!! Tölum ekki meira um það! Ég steinrotaðist (ekki drapst) í rútunni á leiðinni heim. Það fyndna er að í gær var ég á djamminu með mömmum margra ungra pilta sem voru í afmælinu mínu! HAHAHA Ég og 2 þeirra vorum að gera grín að því hvað strákar verða fáránlegir í framan þegar þeir eru með í vörinni. Það er mest antísexý!

Ég er samt frekar lúin og er með einhvern puttakrampa, þannig að það er erfitt að pikka þetta bull mitt inn! Það er ekki á hverjum degi sem maður fer á 10 tíma árshátíð! Mig langar bara til að reka kallinn á lappir og ná í Karólínu mína, kannski kíkja eitthvert í heimsóknir!!!!!! humm